Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1985 og ljósmóðir frá Ljósmæðraskóla Íslands 1987. Lokið BS prófi í hjúkrun árið 1993 og meistaraprófi í ljósmóðurfræði árið 2003. Tók alþjóðlegt brjóstagjafaráðgjafapróf (IBCLC) árið 2001 og endurnýjað það 2011. Starfaði á fæðingardeild Landspítalans frá 1987 til 2003. Síðan sem ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur við Heilsugæsluna frá árinu 2003 til 2013 í mæðra og ungbarnavernd. Frá 2014 til dagsins í dag er í starfi sérfræðings í brjóstagjöf á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH og einnig sérfræðiljósmóðir í tvíburameðgöngum. Er stundarkennari og klínískur lektor í ljósmóðurfræði H.Í. og einnig stundakennari í læknisfræði H.Í. kenni læknanemum um brjóstagjöf. Hef haldið mörg námskeið um fæðingarfræðslu, um brjóstagjöf og um tvíburameðgöngur og fæðingar í gegnum árin. Hef einnig sinnt heimaþjónustu ljósmæðra síðan 1993, sem innifelur sængurlegu umönnun á heimili mæðra á fyrstu viku eftir fæðingu. Ég hef einnig leyfi til að sinna brjóstagjafarágjöf í heimahúsi á fyrstu 14 dögunum eftir fæðingu, skv samningur Sjúkratrygginga Íslands.