1082304_10201962750535344_1305145958_nÁ þessari síðu eru upplýsingar um brjóstagjafaráðgjafa (IBCLC) og þá þjónustu sem þeir veita. Auk þess er hér hægt að finna upplýsingar um hvernig hægt er að gerast brjóstagjafaráðgjafi.

Starf brjóstagjafaráðgjafa er fjölbreytt og skemmtilegt og þær sem lokið hafa þessu prófi hérlendis starfa innan sjúkrastofnana, heilsugæslunnar og eru sjálfstætt starfandi m.a. við ráðgjöf og fræðslu. Okkar markmið er að veita mæðrum með börn á brjósti faglega ráðgjöf og efla sjálfsöryggi þeirra til að eiga ánægjulega brjóstagjöf.