Kristel_Bjork_175International Board of Lactation Consultant Examiners (IBLCE) er alþjóðlegt próf sem veitir réttindi til að starfa sem brjóstagjafaráðgjafi (International Board Certified Lactation Consultant, IBCLC) hvar sem er í heiminum. Prófið er haldið tvisvar sinnum á ári, í apríl og október. Gerðar eru forkröfur til að umsækjandi teljist hæfur til að taka prófið en það eru fyrst og fremst ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og læknar er þreyta prófið. Brjóstagjafaráðgjafar IBCLC sækja ráðstefnur og námskeið til að viðhalda sér þekkingu sinni. Brjóstagjafaráðgjafi þarf að uppfylla lágmarkskröfur um endurmenntun að 5 árum liðnum frá prófi og heldur hann réttindum sínum næstu 5 árin. Prófið þarf að endurtaka á 10 ára fresti. Frá árinu 2000 hefur verið hægt að taka prófið hérlendis en í dag eru 18 brjóstagjafaráðgjafar með gilt próf á Íslandi. Til þess að prófið sé haldið hér á landi þurfa að lágmarki þrír aðilar að þreyta prófið hverju sinni.
Hægt er að lesa sér til um prófið á heimasíðu alþjóðlegu brjóstagjafasamtakanna http://europe.iblce.org. Auk þess sem hægt er að hafa samband við Ingibjörgu Eiríksdóttur ingibjorgei@hotmail.com til að fá nánari upplýsingar.