Tilgangurinn með að fá endurmenntun metna til CERP-eininga

Brjóstagjafarráðgjöfum er heimilt að leggja fram til mats endurmenntun sem ekki hefur þegar verið metin til CERP-eininga. Leiðarvísi þessum er ætlað að leiðsegja brjóstagjafarráðgjöfum í að fá þrenns konar endurmenntun metna til CERP-eininga: nám/fræðslu, birt efni og viðveru á starfsvettvangi.

CERP-einingar sem þannig fást metnar geta brjóstagjafarráðgjafar nýtt sér við endurvottun. Þessa endurmenntun skal skrá á umsóknina „Endurvottun með CERP-einingum“ (Recertification by CERPs).

TAKTU EFTIR: Endurmenntun er ekki matshæf nema hún taki til námsgreina sem eru taldar upp í IBLCE Exam Blueprint (efni til prófs).

Endurmenntun sem hægt er að leggja fram til mats

Nám / fræðsla

Brjóstagjafarráðgjafar geta lagt fram til mats fimm (5) tegundir endurmenntunar.

 • Nám sem hefur verið metið til endurmenntunareininga af öðrum matsaðila eða stofnun.
  • 1 CERP-eining fyrir 60 mínútna fræðslu
  • Fræðsla fyrir fagfólk sem brjóstagjafarráðgjafi veitir: 2 CERP-einingar fyrir 60 mínútna fræðslu, aðeins í fyrsta sinn sem fræðslan er veitt
 • Endurmenntun á vinnustað á vegum vinnuveitanda
  • 1 CERP-einingu fyrir 60 mínútna viðveru
 • Sjálfstæð námsskeið eða fjarnám metið til endurmenntunareininga af öðrum matsaðila eða stofnun.
  • CERP-einingar byggjast á fjölda endurmenntunareininga
 • Námskeið á háskólastigi
  • 25 CERP-einingar að hámarki fyrir námskeið í eina önn (10 vikur eða lengur) í háskóla/æðri menntastofnun, sem er hluti prófgráðu.

Birt efni

Umsækjendur um IBCLC-vottun geta lagt fram til mats fimm (5) mismunandi tegundir birts efnis. Allt efni skal varða mjólkurmyndun og brjóstagjöf. Engin önnur viðfangsefni verða tekin til greina.

 • Grein, útdráttur eða bókarkafli sem birtist í ritrýndu tímariti* eða útgefinni bók
  • 15 L-CERP-einingar
 • Meistaraprófsritgerðir og doktorsritgerðir
  • 75 L-CERP-einingar
 • Veggspjald
  • 5 L-CERP-einingar
 • Myndband fyrir heilbrigðisfagfólk
  • 5 L-CERP-einingar
 • Fullgerð og upprunaleg aðferðarlýsing eða fyrirmæli fyrir sjúkrahús
  • 5 L-CERP-einingar

*Ritrýnt tímarit: Ritrýnt tímarit er prentað eða veflægt rit sem ber efni undir sjálfstæða ritrýnendur sem eru sérfræðingar á viðkomandi sviði. Þegar um er að ræða greinar sem lagðar eru fram til CERP-eininga skulu ritrýnendur vera sérfræðingar í mjólkurmyndun og brjóstagjöf. Viðurkenning á slíkri sérfræðiþekkingu getur falist í starfsvottorði eða ritstörfum. Sem dæmi telst brjóstagjafarráðgjafi með IBCLC-vottun sérfræðingur í brjóstagjöf.

Sjálfstæðir ritrýnendur eru hvorki starfandi á ritstjórn tímaritsins né ættu þeir að gegna forystustöðu í fyrirtæki því eða félagi sem gefur tímaritið út. Sérfræðingar eru fagfólk sem býr yfir gildri sérþekkingu á viðkomandi sviði. Vinsamlega taktu eftir að ekki hafa allar greinar í ritrýndum tímaritum sætt óháðri jafningjarýni. Bréf til ritstjóra eða bókargagnrýni telst til dæmis ekki matshæft efni.

Viðvera á starfsvettvangi

Brjóstagjafarráðgjafar geta fengið CERP-einingar fyrir tíma sem þeir hafa varið í að fylgjast með endurvottuðum brjóstagjafarráðgjafa að störfum. Viðurkenning CERP-eininga hljóðar upp á eina (1) L-CERP-einingu fyrir hverjar 120 mínútur sem brjóstagjafarráðgjafi fylgist með. Vinsamlega taktu eftir: Brjóstagjafarráðgjafinn sem fylgst er með að störfum verður að hafa gilda IBCLC-vottun og hafa gengist undir a.m.k. eina endurvottun.

Kröfur vegna úttektar

Ef umsókn þín um endurvottun er valin til úttektar færðu beiðni um að láta í té gögn sem sýna fram á að þú hafir lokið þeirri endurmenntun sem þú biður um að metin sé til CERP-eininga. Áður en þú gengur frá umsókn þinni ertu því vinsamlega beðin um að taka saman gögnin og vera undirbúin því að verða við kröfum vegna úttektar.

Nám / fræðsla: Beðið verður um eftirfarandi gögn um nám / fræðslu.

 1. Staðfesting á viðveru, þar sem kemur greinilega fram að unnið hefur verið til eininga, t.d.:
  • Skírteini sem sýnir að náminu sé lokið
  • Óformlegt (óstimplað) námsvottorð frá háskóla/æðri menntastofnun sem sýnir að prófgráðu hafi verið náð
 2. Námsáætlun þar sem fram koma nákvæmar tölur um heildarfjölda kennslumínútna.
 3. Ítarleg markmið og lýsing, t.d.:
 • Bæklingur eða kennsluáætlun
 • Námskeiðslýsing úr kennsluskrá háskólans/æðri menntastofnun
 • Innihaldslýsing á sjálfstæðu námskeiði/fjarnámi eða afrit af námsefninu í heild sinni

Birt efni: Eftirfarandi gögn um birt efni skal leggja fram og allt birt efni skal vera bundið við mjólkurmyndun og brjóstagjöf.

Grein, útdráttur eða bókarkafli sem birtist í ritrýndu tímariti eða útgefinni bók

 • Láta skal í té afrit af greininni, útdrættinum eða kaflanum sem þú birtir og sem þú sækir um að sé metinn til eininga; ef efnið er á veflægu formi skal gefa upp veffang/vefslóð. Í þessum upplýsingum verður að koma skýrt fram:
  • titill ritsins eða bókarinnar þar sem greinin, útdrátturinn eða kaflinn birtist
  • birtingardagur og
  • að þú sért höfundur verksins
 • Afrit af síðu með efnisyfirliti ritsins, þar sem efnið sem þú birtir kemur fram meðal efnis
 • Afrit af ritstjórnarsíðu ritsins, þar sem fram koma viðeigandi leiðbeiningar til höfunda efnis, upptalning á meðlimum í ritrýninefnd og aðrar slíkar upplýsingar sem staðfesta að ritið sé ritrýnt. (Sjá vinsamlega skilgreininguna á „ritrýnt rit“ framar í þessum leiðarvísi.)

Meistaraprófsritgerðir og doktorsritgerðir

 • útdráttur ritgerðarinnar þar sem fram kemur að þú sért höfundur verksins
 • afrit af formlegu námsskírteini þar sem fram kemur að þú hafir lokið námsgráðu

Veggspjald

 • útdráttur
 • heimildaskrá
 • staðfesting skipuleggjenda ráðstefnunnar á að þú hafir séð um veggspjaldskynninguna

Myndband fyrir heilbrigðisfagfólk

 • efni og markmið með myndbandinu
 • sönnun þess að þú sért höfundur verksins

Upprunaleg aðferðarlýsing eða fyrirmæli fyrir sjúkrahús

 • afrit af aðferðarlýsingunni eða fyrirmælunum
 • sönnun þess að þú sért höfundur verksins

Viðvera á starfsvettvangi: Eftirfarandi staðfestingu á viðveru á starfsvettvangi þarf að láta í té. Brjóstagjafarráðgjafinn sem fylgst var með að störfum verður að hafa gilda IBCLC-vottun og hafa gengist undir a.m.k. eina endurvottun.

 • Brjóstagjafarráðgjafinn sem var að störfum skal rita stutt bréf með bréfhaus þar sem hún lýsir þeim störfum sem viðkomandi umsækjandi fylgdist með og staðfestir viðverutíma hans. Bréfið skal hafa að geyma eftirfarandi:
  • nafn brjóstagjafarráðgjafans sem fylgdist með störfum þess sem undirritar bréfið
  • hvenær (dagsetning) og hve lengi brjóstagjafarráðgjafinn fylgdist með
  • hvar starfið fór fram
  • nafnspjald brjóstagjafarráðgjafans sem fylgst var með að störfum
  • IBLCE-auðkennisnúmer brjóstagjafarráðgjafans sem fylgst var með að störfum
  • undirskrift brjóstagjafarráðgjafans sem fylgst var með að störfum

Leiðbeiningar um flokkun CERP-eininga

Ein CERP-eining jafngildir sextíu (60) mínútum kennslutíma í námsgreinum sem taldar eru upp í IBLCE Exam Blueprint (efni til prófs).  Í eftirfarandi töflu má finna leiðbeiningar um flokkun CERP-eininga. Ef þú þarft frekari aðstoð eða hefur spurningar varðandi flokkun CERP-eininga skaltu hafa samband við þá skrifstofu IBLCE sem fer með mál þíns lands.

 

Námsgreinar samkvæmt Exam Blueprint CERP-flokkur
Líffærafræði (móðir / barn) L
Lífeðlisfræði og innkirtlafræði (móðir / barn) L
Næring og lífefnafræði (móðir / barn) L
Ónæmisfræði og smitsjúkdómar (móðir / barn) L
Meinafræði (móðir / barn) L
Lyfjafræði og eiturefnafræði (móðir / barn) L
Sálarfræði, félagsfræði og mannfræði R eða LR-flokkur ef námið fjallar ekki sérstaklega um mjólkurmyndun og brjóstagjöf.
Vöxtur og þroskaáfangar R eða LR-flokkur ef námið fjallar ekki sérstaklega um mjólkurmyndun og brjóstagjöf.
Túlkun rannsókna R
Siðfræðileg og lögfræðileg efni E
Hjálpartæki til brjóstagjafar og tækni L
Aðferðir L
Lýðheilsa R eða LR-flokkur ef námið fjallar ekki sérstaklega um mjólkurmyndun og brjóstagjöf.