IBLCE gerir þá kröfu til allra sem sækja um að þreyta próf í fyrsta sinn, að þeir hafi að baki nám og starfsreynslu á sérhverju eftirfarandi sviða.

 1. Nám í heilbrigðisvísindum
 2. Verkleg reynsla í brjóstagjafarráðgjöf
 3. Nám í brjóstagjafarráðgjöf

Nám í heilbrigðisvísindum

Þess er krafist af öllum umsækjendum að þeir hafi lagt stund á námsgreinar sem almennt eru kenndar í fagnámi á sviði heilbrigðisvísinda. Umsækjendur verða að hafa lokið námi í þeim 14 námsgreinum sem taldar eru upp í leiðbeiningunum Health Sciences Education Guide. Ef viðkomandi hefur hlotið menntun á einu þeirra fagsviða sem er að finna á listanum Recognised Health Professions List, getur viðkomandi sýnt fram á að hafa lokið námi í heilbrigðisvísindum með því að leggja fram afrit af starfsleyfi, starfsskráningu, prófvottorði eða sönnun á prófgráðu. Skjölin Health Sciences Education Guide og Recognised Health Professions List má nálgast á „IBLCE Documents“ undir „Resources“ á IBLCE-vefsetrinu.

Verkleg reynsla í brjóstagjafarráðgjöf

Með „reynslu í brjóstagjafarráðgjöf“ er átt við stuðning við móður/barn og ráðgjöf í fjölskyldum þar sem brjóstagjöf fer fram, þ. á m. ráðgjöf um mjólkurmyndun og brjóstagjöf sem veitt er barnshafandi konum og mæðrum sem hafa barn á brjósti og fræðslu um mjólkurmyndun og brjóstagjöf til fjölskyldna og/eða fagfólks.

Alla reynslu í brjóstagjafarráðgjöf sem umsækjandinn gefur upp verður hann að hafa öðlast undir eftirliti. Umsækjandi getur þurft að sýna fram á reynslu í brjóstagjafarráðgjöf sem aflað var undir beinu eftirliti, allt eftir því hvaða prófleið á í hlut.

Umsækjendur ættu að hafa víðtæka reynslu í ráðgjöf um mjólkurmyndun og brjóstagjöf, allt frá almennum atriðum, svo sem því að ræða fyrirframmótaðar hugmyndir, til þess að leiðbeina mæðrum í að venja barn af brjósti. Umsækjendur ættu ennfremur að hafa öðlast fjölbreytta verklega þjálfun. IBLCE-prófið felst í því að kanna hvernig próftakendur beita þekkingu sinni í þeim námsgreinum sem taldar eru upp í IBLCE Detailed Content Outline. Hæfnisatriðin sem birt eru í Clinical Competencies for the Practice of International Board Certified Lactation Consultants sýna hvernig brjóstagjafarráðgjafar beita þessari þekkingu í verklegum aðstæðum. Nánari upplýsingar varðandi verklega reynslu er að finna á síðunni „Eligibility Criteria“ undir „Certify“ á vefsetri IBLCE. Skjölunum IBLCE Detailed Content Outline og Clinical Competencies for the Practice of International Board Certified Lactation Consultants má hlaða niður af síðunni „IBLCE Documents“ undir „Resources“ á IBLCE-vefsetrinu.

Nám í brjóstagjafarráðgjöf

Heildstætt nám í mjólkurmyndun og brjóstagjöf er grundvallarþáttur í undirbúningi fyrir starf brjóstagjafarráðgjafa. Námið ætti að taka til allra námsgreina og allra tímaskeiða sem tiltekin eru í IBLCE Detailed Content Outline.

IBLCE veitir enga kennslu í brjóstagjafarráðgjöf til undirbúnings undir vottunarprófið, né veitir IBLCE vottun eða viðurkenningu á slíkri kennslu. IBLCE mælir heldur ekki með né styður sérstakar námsleiðir eða námskeið í brjóstagjafarráðgjöf. Nánari upplýsingar um menntunarkröfur á sviði brjóstagjafarráðgjafar er að finna á síðunni „Eligibility Criteria“ undir „Certify“ á vefsetri IBLCE. Skjalinu IBLCE Detailed Content Outline má hlaða niður af síðunni „IBLCE Documents“ undir „Resources“ á IBLCE-vefsetrinu.

Prófleiðir

Þú þarft að uppfylla skilyrðin í einni eftirfarandi prófleiða til að til greina komi að þú takir prófið.

Prófleið 1

Viðurkennt fagfólk í heilbrigðisþjónustu og viðurkenndir mæðraráðgjafar Umsækjendur prófleiðar 1 verða að vera starfandi og Viðurkennt fagfólk í heilbrigðis-þjónustu eða veita stuðning kringum brjóstagjöf gegnum Viðurkennda stofnun á sviði mæðraráðgjafar. Auk þess að hafa lokið Námi í heilbrigðisvísindum verða einstaklingar prófleiðar 1 að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 • 90 klukkustunda námi í brjóstagjafarráðgjöf á þeim fimm árum sem fara beint á undan umsókninni um próftöku.
 • Hafa að baki a.m.k. 1000 klukkustunda reynslu í brjóstagjafarráðgjöf á þeim fimm árum sem fara beint á undan umsókninni um próftöku.
  • Verkleg starfsreynsla undir beinu eftirliti er ekki skilyrði fyrir prófleið 1.

Prófleið 2

Viðurkennt nám á háskólastigi

Auk náms í greinunum 14 sem nefndar eru í Health Sciences Education Guide (sem sækja má sem sjálfstæð námskeið eða með því að fylgja námsleið í háskóla sem samsvarar prófleið 2), verða prófumsækjendur prófleiðar 2 að ljúka námi í brjóstagjafarráðgjöf á háskólastigi sem inniheldur eftirfarandi hluta:

 • 90 klst. nám að lágmarki í brjóstagjafarráðgjöf
 • 300 klst. að lágmarki í verklegri þjálfun á sviði brjóstagjafarráðgjafar undir beinni leiðsögn
  • Brjóstagjafarráðgjafarnir sem sjá um beina leiðsögn verða að vera reyndir brjóstagjafarráðgjafar með gilda IBCLC-vottun.

Umsækjendur prófleiðar 2 verða að hafa lokið náminu á þeim fimm árum sem fara beint á undan prófumsókninni.

Vinsamlega taktu eftir: Frá og með 1. janúar 2017 verða námsleiðir, sem er ætlað að fullnægja þeim kröfum sem gilda fyrir prófleið 2, að hafa hlotið vottun frá bandarísku stofnuninni sem sér um vottun námsleiða á heilbrigðisvísindasviði (e. Commission on Accreditation of Allied Health Education Programs, CAAHEP) eða öðrum vottunaraðila með sambærilegar kröfur vegna vottunar náms á sviði brjóstagjafarráðgjafar.

Menntastofnanir á háskólastigi geta uppfyllt þessa kröfu í eftirfarandi áföngum:

 • Frá og með 1. janúar 2015 er menntastofnunum á háskólastigi, sem hyggjast bjóða nemendum nám sem ætlað er að svara til prófleiðar 2, skylt að sýna fram á að umsókn þeirra um vottun hafi verið skráð hjá CAAHEP eða sambærilegum aðila.
 • Sýna fram á, ekki síðar en 31. desember 2016, að vottun CAAHEP eða annarrar vottunarstofnunar með sambærilegar kröfur til námsleiða í brjóstagjafarráðgjöf liggi fyrir.

Prófleið 3

Starfsnám undir beinni leiðsögn

Starfsnámið skal fara fram í samræmi við kröfurnar sem settar eru fram í Pathway 3 Plan Guide að undangenginni sannprófun IBLCE á því að IBCLC-vottun þeirra brjóstagjafarráðgjafa sem veita leiðsögnina sé gild.

Auk náms í greinunum 14 sem nefndar eru í Health Sciences Education Guide verða umsækjendur prófleiðar 3 að ljúka:

 • m.k. 500 klst. verklegri þjálfun í brjóstagjafarráðgjöf undir beinni leiðsögn í þeim störfum sem lýst er í skránni Clinical Competencies for the Practice of IBCLCs og hafa aflað þeirrar þjálfunar á þeim fimm árum sem fara beint á undan umsókninni um próftöku.

o    Brjóstagjafarráðgjafarnir sem sjá um beina leiðsögn verða að vera reyndir brjóstagjafarráðgjafar með gilda IBCLC-vottun.

 • 90 klukkustunda námi í brjóstagjafarráðgjöf á þeim fimm árum sem fara beint á undan umsókninni um próftöku.

 

Skjölunum Pathway 3 Plan Guide og Clinical Competences for the Practice of IBCLCs má hlaða niður af síðunni „IBLCE Documents“ undir „Resources“ á IBLCE-vefsetrinu.

 

Mikilvægt efni ætlað prófumsækjendum

Umsækjendur um IBLCE-próftöku ættu að kynna sér eftirfarandi skjöl sem má nálgast á „IBLCE Documents“ undir „Resources“ á IBLCE-vefsetrinu.

 • Detailed Content Outline
 • Clinical Competencies for the Practice of International Board Certified Lactation Consultants
 • Code of Professional Conduct for International Board Certified Lactation Consultants (Siðareglur brjóstagjafarráðgjafa)
 • IBLCE Disciplinary Procedures
 • Scope of Practice for International Board Certified Lactation Consultants
 • IBLCE Appeals Policies

Prófumsóknarferlið

Veldu prófleið

Þegar þú hefur valið þér prófleið skaltu styðjast við gátlistann sem er að finna í lok þessara leiðbeininga til að ganga úr skugga um að þú hafir uppfyllt öll skilyrði hennar. Gættu þess að geyma gögnin sem sýna fram á að þú hafir uppfyllt kröfur fyrir viðkomandi prófleið, þar sem þú þarft að láta IBLCE þau í té ef umsóknin þín verður fyrir valinu í úttekt.

Fylltu inn umsóknareyðublaðið

Netlæga umsóknareyðublaðið er aðeins tiltækt á ensku enn sem komið er. Á meðan margmála umsóknarkerfið á netinu er í undirbúningi geta prófumsækjendur sem þess óska sótt um á öðru tungumáli en ensku með því að hlaða niður og prenta út viðeigandi umsóknareyðublað. Þessi umsóknareyðublöð má nálgast á síðunni „Application Information“ undir „Certify“ á vefsetri IBLCE.

Gjöld og greiðslur

Ítarlegar upplýsingar um gjöld og greiðsluvalkosti er að finna á síðunni „Application Information“ undir „Certify“ á vefsetri IBLCE.

Próftökustaðir

IBLCE vinnur að því að fjölga þeim stöðum þar sem próftakendum býðst að þreyta prófið í tölvum (e. computer based testing, CBT). Í löndum þar sem CBT-próftaka er ekki tiltæk má bjóða að þreyta prófið á hefðbundinn hátt með pappír og skriffærum. Nánari upplýsingar um próftökustaði er að finna á vefsetri IBLCE.

Sérstakar þarfir

IBLCE kemur til móts við umsækjendur sem af læknisfræðilegum ástæðum eða vegna fötlunar þarfnast sérstakrar aðstöðu meðan á prófinu stendur. Á IBLCE-prófumsókninni ertu beðin um að gefa upp ástæðurnar fyrir því að þú óskir eftir sérstakri aðstöðu í sambandi við próftökuna. Þú ert ennfremur beðin um gögn sem sýna fram á læknisfræðilega þörf fyrir sérstaka aðstöðu.

Til þess að nægur tími sé til að koma til móts við sérstakar þarfir skulu umsækjendur tilkynna IBLCE um óskir sínar um leið og þeir sækja um að þreyta prófið. Ef vandamál kemur upp eftir að prófumsókn hefur verið skilað ertu beðin um að koma beiðni þinni til IBLCE eins fljótt og unnt er.

Sérstök ábending til barnshafandi kvenna

Ef upp kemur heilsuvandamál sem kann að hafa áhrif á getu þína til að taka prófið ertu beðin um að gera IBLCE viðvart eins fljótt og hægt er. Undir sumum kringumstæðum geta umsækjendur þurft að afboða/hætta við próftöku af heilsuástæðum.

Ef umsækjandi afboðar/hættir við próftöku fylgir því kostnaður. Starfsfólk IBLCE getur veitt þér upplýsingar um valkosti þína svo að þú takir upplýsta ákvörðun.

Hlé til brjóstagafar meðan á prófinu stendur

Alþjóðleg nefnd um vottun brjóstagjafarráðgjafa (IBLCE) hefur að markmiði að hlúa að, efla og styðja brjóstagjöf. Það er því viðeigandi að IBLCE taki tillit til prófumsækjenda sem eru jafnframt mæður brjóstabarna. Um leið er nauðsynlegt að gæta að því að próföryggi sé ekki stefnt í hættu með þeirri tilhliðrun IBLCE að veita mæðrum sanngjarna möguleika á því að gefa barni sínu brjóst.

Innan sanngjarnra marka veitir IBLCE því aðstöðu þeim prófumsækjendum sem eru jafnframt mæður með barn á brjósti. Ef þú hyggst óska eftir hléi til brjóstagjafar meðan á prófinu stendur ertu vinsamlega beðin um að lesa Procedures for Breastfeeding Breaks During Exam Administration sem er að finna á „IBLCE Documents“ undir „Resources“ á IBLCE-vefsetrinu.

Tvítyngd orðabók

IBLCE þýðir prófið á fjölmörg tungumál. Þeim umsækjendum sem hafa að móðurmáli annað tungumál en það sem prófið er þýtt á er heimilt að nota tvítyngda orðabók meðan á próftökunni stendur.

Ef beiðni um að nota tvítyngda orðabók við próftökuna er samþykkt lætur IBLCE hana í té á próftökustaðnum. Ekki er heimilt að nota eigin orðabækur. Orðabókin sem IBLCE lætur í té er EKKI læknisfræðileg orðabók.

Meðferð trúnaðarupplýsinga

Alþjóðleg nefnd um vottun brjóstagjafarráðgjafa (IBLCE) leggur áherslu á að vernda trúnaðarupplýsingar og/eða einkalegar upplýsingar sem varða umsækjendur, vottunarhafa og prófferlið. IBLCE mun ekki láta í té neinar trúnaðarupplýsingar um umsækjanda/vottunarhafa nema fyrir liggi skrifleg heimild viðkomandi einstaklings eða um það sé gild krafa að lögum.

Prófniðurstöður

Farið er með prófniðurstöður einstaklinga sem trúnaðarmál. Prófeinkunnir eru ekki afgreiddar öðrum en viðkomandi einstaklingi nema fyrir liggi undirritað umboð. Niðurstöður eru ekki gefnar upp í síma eða símbréfi. Farið er með persónulegar upplýsingar, sem umsækjendur/vottunarhafar leggja fram með umsókn um fyrstu vottun eða endurvottun, sem trúnaðarmál.

Staða umsækjenda

Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál. IBLCE veitir ekki upplýsingar um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi eða hafi ekki sótt um vottun eða tekið prófið. Staða vottaðra einstaklinga er hins vegar birt og hana má staðreyna eins og bent er á í kaflanum Sannprófun starfsvottunar hér á eftir.

Sannprófun starfsvottunar

Nöfn einstaklinga sem hafa hlotið starfsvottun eru ekki álitin trúnaðarmál og er IBLCE heimilt að birta þau. Birtar upplýsingar geta innihaldið nafn, bæjarfélag, ríki, land og stöðu vottunar. Á vefsetri IBLCE er skrá yfir vottunarhafa sem er öllum aðgengileg. Einnig getur IBLCE látið vinnuveitendum í té skriflega staðfestingu, að því tilskildu að fyrir liggi undirritað leyfi frá vottunarhafa.

Úttektarreglur

IBCE gerir úttekt á vissum fjölda umsókna um próftöku og um endurvottun. Slík úttekt fer fram samkvæmt slembivali og í samræmi við ákveðna staðla. Ef umsækjandi eða vottunarhafi er valin í slíkri úttekt ber henni að láta í té allar upplýsingar sem beðið er um innan tilskilins tíma. Ef það er ekki gert getur það leitt til þess að próftöku viðkomandi er frestað, henni meinað að taka prófið og/eða viðurlögum beitt.

Auk þess að gera úttekt á þann hátt sem lýst er hér á undan áskilur IBLCE sér sérstakan rétt til að krefjast af hvaða einstaklingi sem er, sem sækir um að taka prófi eða fá endurvottun, að hann láti í té sannanir fyrir menntun, störfum eða námskeiðaþátttöku eða sannanir vegna upphaflegra skilyrða fyrir próftöku eða endurvottun, innan tilskilins tíma og á ítarlegan hátt. Ef það er ekki gert getur það leitt til þess að próftöku viðkomandi er frestað, henni meinað að taka prófið og/eða viðurlögum beitt.

Ef IBLCE kemst að þeirri niðurstöðu að gögn, sem lögð voru fram til stuðnings umsóknar eða endurvottunar, séu ónákvæm eða svikin áskilur IBLCE sér sérstakan rétt til að meina umsækjanda að taka prófið og/eða beita viðurlögum.

Tilkynning um hæfi til að taka prófið

Umsækjendur sem uppfylla öll skilyrði fá senda tilkynningu í pósti/tölvupósti um að þeir séu hæfir til að taka prófið. Í tilkynningunni er að finna upplýsingar um próftökustaði og tilhögun og framvindu á prófdegi.

Umsækjendur sem uppfylla ekki hæfisskilyrði fyrir próftöku fá senda tilkynningu þess efnis í pósti/tölvupósti og eiga rétt á að fá hluta prófgjaldanna endurgreiddan.

Meðferð á kærum vegna synjunar

Prófumsækjendur sem telja að rangt mat hafi verið lagt á umsókn þeirra og hæfi til að taka prófið geta kært synjun IBLCE. Nánari upplýsingar er að finna í skjalinu IBLCE Appeals Policies sem má hlaða niður af síðunni „IBLCE Documents“ undir „Resources“ á IBLCE-vefsetrinu.

Reglur um aðgang að prófsal

Til að öðlast aðgang að prófsal þarftu að framvísa TVENNUM (2) persónuskilríkjum, þar af skilríkjum með nýlegri ljósmynd. Bæði skilríkin verða að vera gild og hafa að geyma nafn þitt og undirskrift.

FYRRI persónuskilríkin VERÐA að vera ein eftirfarandi skilríkja:

 • ökuskírteini með ljósmynd
 • nafnskírteini með ljósmynd
 • vegabréf með ljósmynd
 • herskírteini með ljósmynd

Á SEINNI persónuskilríkjunum VERÐA að koma fram nafn þitt og undirskrift svo unnt sé að sannprófa undirskriftina. Þú getur til dæmis framvísað einhverju eftirfarandi skilríkja:

 • greiðslukorti með undirskrift
 • sjúkratryggingakorti með undirskrift
 • starfsmannaskilríkjum/námsmannakorti með undirskrift

Ef nafnið þitt á SEINNI persónuskilríkjunum er ekki það sama og á þeim FYRRI verðurðu að hafa meðferðis sönnun á nafnbreytingunni (t.d. hjónabandsvottorð, skilnaðarvottorð eða dómsúrskurð).

Vinsamlega taktu eftir: Ef þú hefur ekki skilríki af þessu tagi skaltu hafa samband við IBLCE með því að fylla út eyðublaðið undir „Contact“ á vefsetri IBLCE. Vinsamlega dragðu ekki fram á prófdaginn að hafa samband við IBLCE, því þér verður ekki veittur aðgangur í prófið ef þú getur ekki framvísað réttum skilríkjum.

Próftakendum er bent á að koma tímanlega á prófstað. Engum verður leyfður aðgangur að prófsalnum eftir að skráningu er lokið og dyrunum hefur verið lokað. Próftakendum sem koma of seint verður ekki hleypt inn og þeir fyrirgera öllum rétti á endurgreiðslu prófgjalda. Próftakendur sem skrá sig ekki daginn sem prófið er haldið fyrirgera sömuleiðis öllum rétti á endurgreiðslu prófgjalda. Engar undantekningar eru gerðar á þessum reglum.

Á hverjum prófstað sér einn eða fleiri prófstjórar um eftirlit. Ætlast er til af próftakendum að þeir fari að þeim reglum sem prófstjórarnir setja. Reglurnar eru settar til að tryggja að prófið fari fram án truflana og að allir próftakendur sæti sanngjarnri meðferð. Prófstjórarnir sjá um að til reiðu sé staður þar sem hægt er að geyma persónulega muni, s.s. handtöskur, meðan á prófinu stendur. Meðan á prófinu stendur sjá prófstjórarnir um yfirsetu til að gæta þess að ekki sé haft rangt við eða annað óviðeigandi eigi sér stað.

Notkun rafeindatækja, s.s. farsíma, er ekki leyfð meðan á prófinu stendur. Próftakendum sem verða uppvísir að því að nota slík tæki meðan á prófinu stendur verður vísað út og prófúrlausnir þeirra verða ekki metnar. Engar undantekningar eru gerðar á þessari reglu. Próftakendum er bent á að sumir farsímar gefa frá sér hljóðmerki jafnvel þótt slökkt sé á þeim. Próftakendur sem hafa með sér farsíma á prófstaðinn verða að slökkva á honum (ekki er nóg að stilla símann á „hljóð af“) og geyma á staðnum sem prófstjóri hefur ákveðið. [Vinsamlega taktu eftir: Hvorki prófstjórar né IBLCE bera ábyrgð á persónulegum eigum þínum.] Ef farsími próftakanda hringir eða gefur frá sér hljóðmerki meðan á prófinu stendur verður eigandanum vísað úr prófi og prófúrlausn hans verður ekki metin. Engar undantekningar eru gerðar á þessari reglu.

Ekki er leyfilegt að tala við annan próftakanda meðan á prófinu stendur. Spurningum varðandi próftökuna svarar prófstjóri meðan á kynningu stendur. Spurningar sem varða prófsefnið eru ekki leyfðar. Prófstjórum er ekki heimilt að túlka eða veita skýringar á prófspurningum. Þeim er heldur ekki heimilt að skilgreina orð. Prófsvindl verður ekki liðið. Prófstjóri hefur vald til að úrskurða prófi lokið hjá hverjum þeim sem hann/hún telur að hafi rangt við.

Þér er ekki heimilt að ræða prófspurningarnar við neinn að loknu prófinu, ekki heldur við aðra próftakendur. Slíkt er stranglega bannað, bæði af siðferðilegum og lögfræðilegum ástæðum, enda er þá um að ræða óréttmæta nýtingu á hugverkaréttindum IBLCE. IBLCE lítur mál af þessu tagi mjög alvarlegum augum og á þeim verður tekið.

Próftaka fer fram annaðhvort í tölvum eða með pappír og skriffærum. Ef um próf í tölvu er að ræða lesa og svara próftakendur spurningum í tölvum sem þeim er látin í té. Ef prófið fer fram á hefðbundinn hátt, með pappír, eru spurningarnar settar fram á heftuðum blöðum og svara próftakendur þeim á sérstöku blaði með blýanti.

Tilkynning prófniðurstaðna

Niðurstöður úr prófi verða sendar próftakendum tveimur til þremur mánuðum eftir að prófið var tekið. Þeir sem ná prófinu fá sent ásamt einkunnablaðinu IBCLC-starfsvottorð og skírteini.

Beiðnir um endurmat

Próftakendur sem telja að prófúrlausn þeirra hafi ekki verið metin rétt geta farið fram á að farið sé yfir hana að nýju. Nánari upplýsingar um hvernig sótt er um endurmat prófúrlausna er að finna í skjalinu IBLCE Appeals Policies sem má hlaða niður af síðunni „IBLCE Documents“ undir „Resources“ á vefsetri IBLCE.

Kærur vegna prófniðurstöðu

Próftakendur sem telja að gallar hafi verið á efnisatriðum í prófinu eða annað ámælisvert hafi átt sér stað geta kært niðurstöður prófsins. Nánari upplýsingar um kærur vegna prófniðurstöðu er að finna í skjalinu IBLCE Appeals Policies sem má hlaða niður af síðunni „IBLCE Documents“ undir „Resources“ á vefsetri IBLCE.

Reglur um endurprófun

Engin takmörk gilda um það hve oft próftakandi má sækja um að endurtaka vottunarpróf IBLCE. Umsækjendur sem hyggjast gangast aftur undir prófið er bent á að fara gaumgæfilega yfir einkunnirnar og fylla upp í eyður í kunnáttu sinni á þeim sviðum þar sem henni var áfátt. Til að öðlast rétt á að gangast aftur undir prófið verður umsækjandi að uppfylla gildandi hæfiskröfur, senda inn umsókn fyrir viðeigandi prófár og greiða viðkomandi prófgjöld.

Skrá yfir brjóstagjafarráðgjafa

IBLCE áskilur sér rétt til að birta nöfn brjóstagjafarráðgjafa með gilda vottun. Skrá yfir þá er að finna á vefsetri IBLCE undir „Verify“.

Jafnréttisstefna

Við meðhöndlun umsókna, próftöku og í vottunarstörfum sínum gætir IBLCE þess að mismuna ekki á grundvelli kyns, kynhneigðar, aldurs, kynþáttar, litarháttar, þjóðernis, uppruna, trúarbragða, skoðana né fötlunar.

Notkun titilsins IBCLC

Alþjóðleg nefnd um vottun brjóstagjafarráðgjafa („IBLCE“) er eigandi ákveðinna nafna, verndaðra titla og lógóa, þ.m.t. „IBLCE“ og vottunartitlanna „International Board Certified Lactation Consultant“ og „IBCLC“ („Verndaðir titlar“) Aðeins þeim sem hafa fullnægt hæfiskröfum IBLCE, staðist prófun IBLCE og haldið starfsviðurkenningunni IBCLC gildri er heimilt að nota Verndaða titla. Ekki er heimilt að nota Verndaða titla nema slík notkun samræmist reglunum í IBCLC Trademark Use Policy og þeim skilmálum sem þar koma fram. Reglunum má hlaða niður af síðunni „IBLCE Documents“ undir „Resources“ á vefsetri IBLCE.

Prófleiðargátlisti

Prófleið 1: Umsækjandi með starfsreynslu á sviði brjóstagjafarráðgjafar

 • Nám í heilbrigðisvísindum: ljúka námi í öllum námsgreinunum 14 sem tilskyldar eru
  • Einstaklingar sem eru viðurkenndir faglærðir heilbrigðisstarfsmenn geta lagt fram afrit af starfsleyfi sínu, starfsskráningu, prófvottorði eða staðfestingu á prófgráðu, sem sönnun þess að þeir hafi lokið námskeiðunum fjórtán.
  • Einstaklingar sem eru ekki viðurkenndir faglærðir heilbrigðisstarfsmenn geta lagt fram afrit af prófvottorðum og skírteinum sem sönnun þess að þeir hafi lokið námskeiðunum fjórtán.
 • Menntun á sviði brjóstagjafar: ljúka 90 klst. námi
  • Leggja má fram skírteini eða prófvottorð sem sönnun að viðkomandi hafi lokið því 90 klst. námi sem krafist er.
 • Reynsla í brjóstagjafarráðgjöf: ljúka a.m.k. 1000 klukkustundum.
  • Ef umsókn er valin til úttektar skal láta í té útfyllt afrit af töflunni „Lactation Specific Clinical Practice Calculator“.

Prófleið 2: Umsækjandi sem hefur lokið námi í brjóstagjafarráðgjöf á háskólastigi

 • Nám í heilbrigðisvísindum: ljúka námi í öllum námsgreinunum 14 sem tilskyldar eru
  • Einstaklingar sem eru viðurkenndir faglærðir heilbrigðisstarfsmenn geta lagt fram afrit af starfsleyfi sínu, starfsskráningu, prófvottorði eða staðfestingu á prófgráðu, sem sönnun þess að þeir hafi lokið námskeiðunum fjórtán.
  • Einstaklingar sem eru ekki viðurkenndir faglærðir heilbrigðisstarfsmenn geta lagt fram afrit af prófvottorðum og skírteinum sem sönnun þess að þeir hafi lokið námskeiðunum fjórtán.
 • Ljúka námi á háskólastigi sem inniheldur eftirfarandi:
  • 90 klst. nám í brjóstagjafarráðgjöf
  • 300 klst. í verklegri þjálfun á sviði brjóstagjafarráðgjafar undir beinni leiðsögn
 • Leggja má fram afrit af prófvottorði, skírteini eða bréf frá stjórnanda námsleiðarinnar sem sönnun á því að hafa útskrifast úr náminu.
  • Ef umsókn er valin til úttektar skal láta í té útfyllt afrit af töflunni „Lactation Specific Clinical Practice Calculator“.

Prófleið 3: Umsækjandi sem hefur lokið starfsnámi undir beinni leiðsögn

 • Samþykkt IBLCE fyrir prófleið 3 þarf að liggja fyrir.
 • Nám í heilbrigðisvísindum: ljúka námi í öllum námsgreinunum 14 sem tilskyldar eru
  • Einstaklingar sem eru viðurkenndir faglærðir heilbrigðisstarfsmenn geta lagt fram afrit af starfsleyfi sínu, starfsskráningu, prófvottorði eða staðfestingu á prófgráðu, sem sönnun þess að þeir hafi lokið námskeiðunum fjórtán.
  • Einstaklingar sem eru ekki viðurkenndir faglærðir heilbrigðisstarfsmenn geta lagt fram afrit af prófvottorðum og skírteinum sem sönnun þess að þeir hafi lokið námskeiðunum fjórtán.
 • Menntun á sviði brjóstagjafar: ljúka 90 klst. námi
  • Leggja má fram skírteini eða prófvottorð sem sönnun að viðkomandi hafi lokið því 90 klst. námi sem krafist er.
 • Reynsla í brjóstagjafarráðgjöf: ljúka a.m.k. 500 klukkustundum undir beinni leiðsögn eins og mælt er fyrir um í prófleiðaráætluninni („Pathway 3 Plan“)
  • Ef umsókn er valin til úttektar skal láta í té útfyllt afrit af töflunni „Lactation Specific Clinical Practice Calculator“.

IBLCE 2016 Gjaldskrá fyrir frumvottun – I

 1. hópur Andorra, Anguilla, Aruba, Ástralía, Austurríki, Bahrain, Belgía, Bermúda, Brunei, Darussalam, Kanada, Cayman-eyjar, Kýpur, Tékkland, Danmörk, Miðbaugs-Guinea, Eistland, Falklandseyjar, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Gíbraltar, Grikkland, Grænland, Guadeloupe, Guam, Hong Kong, Ísland, Írland, Ísrael, Ítalía, Japan, Kúveit, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Martinique, Mónakó, Holland, Nýja-Kaledónía, Nýja-Sjáland, Noregur, Óman, Portúgal, Puerto Rico, Katar, Reunion, San Marino, Sádi-Arabía, Seychelles-eyjar, Singapúr, Slóvakía, Slóvenía, Suður-Kórea, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tævan, Trinidad og Tobago, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Breska konungsríkið, Bandaríki Norður-Ameríku, Venesúela, Jómfrúreyjar (bresku)

 

Gjaldeyrir Gjald fyrir fyrsta próf Gjald fyrir endurtöku prófs Framlagning á „Pathway 3 Plan“ Gjald vegna endurmats Ónóg innstæða/ Gjald vegna greiðslu sem bregst (gildir bæði um tékka og greiðslukort) Endurgreiðsla til umsækjenda sem sækja um próf í fyrsta sinn en eru ekki metnir hæfir eða sem  draga umsókn sína til baka innan tilskilins frests
USD 660 $ 330 $ 100 $ 100 $ 50 $ að viðbættum þjónustukostnaði sem banki IBLCE setur upp 330 $

 

Vinsamlega kynntu þér upplýsingarnar á iblce.org um umsóknarfresti.

Ef gengið er frá prófumsókn á netinu er krafist greiðslna í USD, á gengi sem miðast við gengi þann daginn. Ef umsóknarkerfið á netinu er notað verður greiðsla að fara fram netleiðis. Kerfið tekur við kreditkortum og fyrirframgreiddum kreditkortum (e. prepaid credit cards). Ef greiðslan fylgir umsókn á pappír: sjá gjöld hér að ofan. Vinsamlega hafðu samband við umsjáraðila á þínu svæði ef þörf er á nánari upplýsingum.

IBLCE 2016 Gjaldskrá fyrir frumvottun – II

 1. hópur Albanía, Alsír, Bandaríska Samóa, Angóla, Antígva og Barbúda, Argentína, Armenía, Aserbaídsjan, Bahamaeyjar, Barbados, Hvíta-Rússland, Belize, Bhutan, Bosnía og Hersegovína, Botsvana, Brasilía, Búlgaría, Síle, Kína, Kólumbía, Cooks-eyjar, Costa Rica, Króatía, Curacao, Dominica, Dóminíkanska lýðveldið, Ekvador, Egyptaland, El Salvador, Fiji-eyjar, Franska-Pólýnesía, Gabon, Georgía, Grenada, Gvatemala, Indonesía, Írak, Ungverjaland, Jamaíka, Jórdanía, Kasakstan, Kósóvó, Lettland, Líbanon, Líbýa, Makedónía, Malasía, Maldíveyjar, Máritíus, Mexíkó, Mongólía, Svartfjallaland, Montserrat, Marokkó, Namibía, Norður-Maríanaeyjar, Palaú, Panama, Paragvæ, Perú, Pólland, Rúmenía, Rússland, Serbía, Suður-Afríka, Srí Lanka, Sankti Kitts og Nevis, St. Lúsía, Sankti Maarten, Sankti Martin, Sankti Vinsent og Grenadínur, Súrínam, Taíland, Túnis, Tyrkland, Túrkmenistan, Úkraína, Úrúgvæ, Jómfrúr-eyjar (US)
Gjaldeyrir Gjald fyrir fyrsta próf Gjald fyrir endurtöku prófs Framlagning á „Pathway 3 Plan“ Gjald vegna endurmats Ónóg innstæða/Gjald vegna greiðslu sem bregst (gildir bæði um tékka og greiðslukort) Endurgreiðsla til umsækjenda sem sækja um próf í fyrsta sinn en eru ekki hæfir eða sem draga umsókn sína til baka innan tilskilins frests
USD 400 $ 200 $ 75 $ 90 $ 50 $ að viðbættum þjónustukostnaði sem banki IBLCE setur upp 200 $

 

Vinsamlega kynntu þér upplýsingarnar á iblce.org um umsóknarfresti.

Ef gengið er frá prófumsókn á netinu er krafist greiðslna í USD, á gengi sem miðast við gengi þann daginn. Ef umsóknarkerfið á netinu er notað verður greiðsla að fara fram netleiðis. Kerfið tekur við kreditkortum og fyrirframgreiddum kreditkortum (e. prepaid credit cards). Ef greiðslan fylgir umsókn á pappír: sjá gjöld hér að ofan. Vinsamlega hafðu samband við umsjáraðila á þínu svæði ef þörf er á nánari upplýsingum.

IBLCE 2016 Gjaldskrá fyrir frumvottun – III

 1. hópur Afganistan, Bangladesh, Benín, Bólivía, Búrkína Fasó, Búrúndí, Kambódía, Kamerún, Grænhöfða-eyjar, Mið-Afríkulýðveldið, Tjad, Kómorur, Fílabeinsströndin, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó , Djiboútí, Erítrea, Eþíópía, Míkrónesía, Gambía, Gana, Gínea, Gínea-Bissaú, Gvæjana, Haítí, Hondúras, Indland, Kenía, Kíribatí, Kirgistan, Laos, Lesotho, Líbería, Madagascar, Malaví, Malí, Marshall-eyjarnar, Márintanía, Moldóvía, Mósambík, Mjanmar (Búrma), Nepal, Níkaragva, Níger, Nígería, Norður-Kórea, Pakistan, Papúa Nýja-Gínea, Filippseyjar, Lýðveldið Kongó, Rúanda, Samóa, Senegal, Síerra Leóne, Salómonseyjar, Sómalía, Suður-Súdan, Súdan, Svasíland, Sýrland, Tadsjikistan, Timor-Leste, Tógó, Tonga, Túvalú, Úganda, Tansanía, Úsbekistan, Vanúatú, Víet Nam, Vestur-Sahara, Jemen, Sambía, Simbabve

 

Gjaldeyrir Gjald fyrir fyrsta próf Gjald fyrir endurtöku prófs Framlagning á „Pathway 3 Plan“ Gjald vegna endurmats Ónóg innstæða/ Gjald vegna greiðslu sem bregst (gildir bæði um tékka og greiðslukort) Endurgreiðsla til umsækjenda sem sækja um próf í fyrsta sinn en eru ekki hæfir eða sem draga umsókn sína til baka innan tilskilins frests
USD 255 $ 127,50 $ 50 $ 70 $ 50 $ að viðbættum þjónustukostnaði sem banki IBLCE setur upp 127,50 $

 

Vinsamlega kynntu þér upplýsingarnar á iblce.org um umsóknarfresti.

Ef gengið er frá prófumsókn á netinu er krafist greiðslna í USD, á gengi sem miðast við gengi þann daginn. Ef umsóknarkerfið á netinu er notað verður greiðsla að fara fram netleiðis. Kerfið tekur við kreditkortum og fyrirframgreiddum kreditkortum (e. prepaid credit cards). Ef greiðslan fylgir umsókn á pappír: sjá gjöld hér að ofan. Vinsamlega hafðu samband við umsjáraðila á þínu svæði ef þörf er á nánari upplýsingum.

Póstfang IBLCE

International Board of Lactation Consultant Examiners (IBLCE) 6402 Arlington Blvd, Suite 350

Falls Church, Virginia 22042 USA