Félag brjóstagjafaráðgjafa á Íslandi var stofnað þann 10.janúar árið 2003. Það voru 24 konur sem höfðu lokið prófi frá International Board of Lactation Consultant Examiners og hlotið titilinn IBCLC sem stofnuðu félagið. Markmið félagsins  er að efla brjóstagjöf hér á landi, veita ráðgjöf og þjónustu til kvenna á meðgöngu og á meðan brjóstgjöf stendur.  Einnig að uppfræða fagfólk og almenning um málefni er varða brjóstagjöf. Á þessum tíma var mikið rætt um Baby Friendly Hospital Initiative og stefnt var að því að LSH yrði slík stofnun en vegna kostnaðar varð ekki af því.

Staða brjóstagjafaráðgafa var á Landspíala (LSH) frá árunum 1998 – 2013 en þá var hún lögð niður. Hins vegar eru ljósmæður með IBCLC starfandi  á kvennadeild LSH. Einnig starfa brjóstagjafaráðgjafar í ung- og smábarnavernd á heilsugæslustöðvum, fjölskyldumiðstöðinni Lygnu og Móðurást.