Hulda_Sigurlina_myndHulda Sigurlína Þórðardóttir er ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur og IBCLC brjóstagjafaráðgjafi. Hún starfar sem ljósmóðir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands www.hsu.is. Hún hefur m.a.  starfað á Fæðingargangi 23-A, Hreiðrinu 23-B, Sængurkvennagangi 22-A á Landspítalanum. Hún hefur einnig starfað sem brjóstagjafaráðgjafi á Heilsugæslunni í Hvammi og Hamraborg í Kópavogi. Hún stýrt foreldrafræðslu um brjóstagjöf, umræðuhópum mæðra um brjóstagjöf, unnið sem ljósmóðir í heimaþjónustu eftir fæðingu og hefur sinnt brjóstagjafaráðgjöf til mæðra á meðan heimaþjónustu stendur.  Hulda hefur einnig sérhæft sig í stuðningsviðtölum.  Lokaverkefni hennar í ljósmóðurfræðum fjallaði um brjóstagjöf fyrstu vikuna http://skemman.is/item/view/1946/8776.