IMG_hildurÚtskrifaðist sem ljósmóðir frá HÍ árið 2009 og sem hjúkrunarfræðingur frá sama skóla árið 2004. Hún er alþjóðlegur brjóstagjafaráðgjafi IBLCE samtakana síðan október 2011. Sem hjúkrunarfræðingur hefur hún unnið á vökudeild Landspitalans og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sem ljósmóðir hefur hún unnið á fæðingardeild Landspítalans, Hreiðrinu, Heilsugæslunni í Mjódd, bæði í mæðravernd og séð um fæðingafræðslunámskeið. Hún er einnig einn af stofnendum og eigendum Bjarkarinnar, sjálfstætt starfandi ljósmæður og er nú ljósmóðir hjá Björkinni.  Hildur er  brjóstagjafaráðgjafi hjá Björkinni og tekur að sér heimaþjónustu ljósmæðra. Til að óska eftir brjóstagjafaráðgjöf má senda póst á brjostaradgjof@bjorkin.is