1.gr. Nafn félagsins er Félag brjóstagjafaráðgjafa á Íslandi og er heimili þess og varnarþing í Reykjavík.
2.gr. Tilgangur og markmið félagsins eru einkum:
a) Að leita eftir viðurkenningu brjóstagjafaráðgjafar sem faggreinar innan heilbrigðisgeirans með löggilt starfsheiti.
b) Að vinna að aukinni og bættri brjóstagjöf kvenna á Íslandi með því að:
- stuðla að aukinni fræðslu til allra landsmanna um brjóstagjöf.
- veita ráðgjöf og þjónustu til kvenna á meðgöngu og á brjóstagjafatíma.
- vera ráðgefandi um brjóstagjöf við aðrar fagstéttir.
c) Að vera málsvari brjóstagjafar og kvenna með börn á brjósti.
d) Að gæta hagsmuna og rétttinda félagsmanna varðandi störf þeirra við brjóstagjafarráðgjöf og koma fram fyrir þeirra hönd.
e) Að stuðla að viðurkenningu brjóstagjafarráðgjafar í samfélaginu og þróun greinarinnar.
f) Að vinna að samskiptum við brjóstagjafarráðgjafa í öðrum löndum.
3. gr. Stofnfélagar eru:
- Björk Tryggvadóttir 270855-5639, Hrísholt 9, 210 Garðabær.
- Dagný Zoega 280160-7769, Núpum, 880 Kirkjubæjarklaustri.
- Ingibjörg Baldursdóttir, 260865-3749, Starhaga 16, 107 Reykjavík.
- Katrín Magnúsdóttir, 010656-2499, Kirkjubraut 15, 170 Seltjarnarnes.
- Valgerður Lísa Sigurðardóttir, 250462-2129, Gnitaheiði 2, 200 Kópavogur.
4. gr. Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum, þ.e. formanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Kjörtímabil er tvö ár og er æskilegt að sem næst helmningur stjórnarmanna gangi úr stjórn í senn. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.
5. gr. Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli félagsfunda, en daglega umsjón annast formaður. Stjórnin getur skipað starfsnefndir til að vinna að einstökum verkefnum á vegum félagsins.
6. gr. Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Aðalfund skal halda ár hvert og til hans skal boða með rafrænum hætti með minnst tveggja vikna fyrirvara. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi. Á aðalfundi skal taka fyrir eftirfarandi mál:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
- Reikningar félagsins lagðir fram.
- Ákvörðun um félagsgjöld.
- Lagabreytingar.
- Kosning í stjórn félagsins.
- Kosning endurskoðanda.
- Önnur mál.
7. gr. Félagsfundi skal halda minnst einu sinni á ári og þegar stjórn þykir ástæða til eða minnst fjórðungur atkvæðisbærra félaga óska þess. Félagar óski þess skriflega og tilgreini fundarefni og skal til hans boða með minnst viku fyrirvara.
8. gr. Atkvæðisrétt á aðalfundi og félagsfundum hafa fullgildir félagsmenn sem eru skuldlausir við félagið. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum.
9. gr. Árgjald félagsins er ákveðið á aðalfundi og greiðist í einu lagi fyrir 1. mars ár hvert.
10. gr. Félagsmenn geta verið allir þeir sem lokið hafa alþjóðlegu prófi frá The International Board of Lactation Consultant Examiners (IBCLC) og hafa hlotið viðurkenninguna International Board Certified Lactation Consultant (IBCLC). Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og berast minnst mánuði fyrir aðalfund. Félagsmenn sem viðhalda ekki réttindum sínum samkvæmt kröfum IBLCE eða greiða ekki félagsgjöld falla sjálfkrafa úr félaginu.
11. gr. Stjórn félagsins getur tilnefnt heiðursfélaga þann sem félagið vill sýna sérstaka virðingu og gert um það tillögu til aðalfundar. 12. gr. Breytingar á samþykktum þessum skulu aðeins gerðar á aðalfundi með samþykki 2/3 atkvæðisbærra félaga. Tillögur um breytingar þurfa að berast stjórn skriflega minnst mánuði fyrir aðalfund. 13. gr. Félagið verður því aðeins lagt niður að tillaga þess efnis sé samþykkt á aðalfundi eftir sömu reglum og tilgreindar eru í
12. gr. samþykkta þessara. Sá fundur ráðstafar jafnframt eignum félagsins og gerir aðrar nauðsynlegar ráðstafanir vegna félagsslitanna.
Samþykkt af stjórn félagsins 7. febrúar 2003.