Arnheidur_myndArnheiður Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, lýðheilsufræðingur MPH, kennslufræðingur M.ed, brjóstagjafaráðgjafi IBCLC og brjóstagjafaleiðbeinandi LLL-leader.

•Brjóstagjöf fullburða barna og fyrirbura
• Lýðheilsa og kennslufræði
• Heilbrigðisfræðsla
• Stuðnings- og sjálfshjálparhópar

Arnheiður hannaði og stýrði brjóstagjafanámskeiði á Þróunarstofu heilsugæslunnar fyrir verðandi foreldra og er fræðslustjóri vefsíðunnar brjóstagjöf.is.

Meistaraverkefni Arnheiðar eru annars vegar í lýðheilsufræðum rannsókn á reynslu mæðra á brjóstagjöf fyrirbura og hins vegar í kennslufræðum fræðslusíðan www.brjostagjof.is. Arnheiður hefur unnið að fræðslu og stuðningi við mjólkandi mæður og hefur leitt sjálfshjálparhópa til fjölda ára. Áhugasvið Arnheiðar er efling lýðheilsu með áherslu á fræðslu, brjóstagjöf, vellíðan og tengslamyndun.